Leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar kjörinn forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:43 Serj Tankian, söngvari bandarísk-armensku þungarokkssveitarinnar System of a Down, fylgdi Pasjinjan (t.h.) á svið í Jerevan í gær. Lög sveitarinnar hafa verið áberandi í mótmælunum. Vísir/AFP Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu. Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunnar, var kjörinn forsætisráðherra á þingi í dag. Þúsundir stuðningsmanna hans hafa safnast saman í höfuðborginni Jerevan í dag en þar hafa mótmæli staðið yfir gegn fyrrverandi forseta landsins undanfarnar vikur. Mótmælin hafa verið kölluð „flauelsbyltingin“. Þau hófust þegar Sersj Sargsjan, forseti Armeníu undanfarinn áratug, lét þingið kjósa sig sem næsta forsætisráðherra. Á sama tíma var stjórnskipun landsins breytt til þess færa völd frá forseta til forsætisráðherra. Hann hrökklaðist frá völdum vegna mótmælanna í síðasta mánuði. Flokkur Sargsjan er enn með meirihluta á þingi og kom í veg fyrir kjör Pasjinjan í síðustu viku. Hann hvatti mótmælendur þá til borgaralegrar óhlýðni. Í kjölfarið lokuðu stuðningsmenn hans götum í Jerevan. Mótmælin hafa þó farið friðsamlega fram. Í dag tryggði Pasjinjan sér meirihluta atkvæða á þinginu. Hann hefur lofað að boða til nýrra kosninga um leið og aðstæður leyfa. Hann hafi ekki í hyggju að gerast þaulsetinn á valdastóli.Ætlar ekki að ílengjast á valdastóli Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í hét hann því að verja mannréttindi í Armeníu og að binda enda á spillingu og kosningasvik. „Allir eru jafnir fyrir lögum. Engin mun njóta forréttinda í Armeníu. Það er allt og sumt. Punktur,“ sagði Pasjinjan.Breska ríkisútvarpið BBC segir að friðsöm bylting gegn einsflokksræði í fyrrum Sovétlýðveldi eins og sú sem nú á sér stað í Armeníu sé fordæmalaus. Tugir manna féllu til dæmis í miklum mótmælum gegn ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj í Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Sargsjan var talinn hallur undir stjórnvöld í Kreml. Rússnesk stjórnvöld hafa þó ekki gripið inn í mótmælin í Armeníu fram að þessu.
Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Enn skekur mótmælaaldan Armeníu Tugir þúsunda hafa mótmælt ríkisstjórn Armeníu í tæpar þrjár vikur. Hröktu forsætisráðherrann í burtu en fengu sinn mann ekki inn í staðinn. Mótmælin í gær, eftir að þingið hafnaði því að gera Níkol Pasjinjan, leiðtoga mótmælenda, að forseta. 3. maí 2018 06:00