Handtóku mótmælendur í stórum stíl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Tugir þúsunda Armena mótmæltu um helgina. Vísir/AFP Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. Alls mótmæltu tugir þúsunda Serzh Sargsyan forsætisráðherra og kröfðust afsagnar hans. Mótmælendur voru einna helst ósáttir við hversu lengi Sargsyan hefur verið við völd, náið samband hans við yfirvöld í Rússlandi og linkind þegar kemur að því að uppræta spillingu. Sargsyan tók við forsætisráðuneytinu á þriðjudaginn eftir að hafa verið forseti Kákasusríkisins undanfarin tíu ár. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að fela forsætisráðherranum aukið vald á kostnað forseta. Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og einn hinna handteknu, hafði átt í viðræðum við Sargsyan áður en mótmælaaldan skall á. Sargsyan stormaði reyndar út af fundinum stuttu eftir að hann hófst og sagði stjórnarandstöðuna reyna að kúga sig. „Þetta eru engar viðræður, við vorum ekki að ræða neitt. Þetta eru bara afarkostir, það er verið að reyna að kúga ríkið, kúga lögmæt yfirvöld,“ sagði Sargsyan þá. Evrópusambandið kallaði í gær eftir því að deilurnar í Armeníu yrðu leystar á friðsælan hátt. „Leysa ætti alla úr haldi sem voru einungis að nýta mótmælafrelsi sitt í samræmi við lög. Það er mikilvægt að allir aðilar sýni aðgát og hagi sér á ábyrgan hátt,“ sagði í yfirlýsingu sem ESB sendi frá sér í gær. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. Alls mótmæltu tugir þúsunda Serzh Sargsyan forsætisráðherra og kröfðust afsagnar hans. Mótmælendur voru einna helst ósáttir við hversu lengi Sargsyan hefur verið við völd, náið samband hans við yfirvöld í Rússlandi og linkind þegar kemur að því að uppræta spillingu. Sargsyan tók við forsætisráðuneytinu á þriðjudaginn eftir að hafa verið forseti Kákasusríkisins undanfarin tíu ár. Árið 2015 samþykktu Armenar í þjóðaratkvæðagreiðslu að fela forsætisráðherranum aukið vald á kostnað forseta. Nikol Pashinyan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og einn hinna handteknu, hafði átt í viðræðum við Sargsyan áður en mótmælaaldan skall á. Sargsyan stormaði reyndar út af fundinum stuttu eftir að hann hófst og sagði stjórnarandstöðuna reyna að kúga sig. „Þetta eru engar viðræður, við vorum ekki að ræða neitt. Þetta eru bara afarkostir, það er verið að reyna að kúga ríkið, kúga lögmæt yfirvöld,“ sagði Sargsyan þá. Evrópusambandið kallaði í gær eftir því að deilurnar í Armeníu yrðu leystar á friðsælan hátt. „Leysa ætti alla úr haldi sem voru einungis að nýta mótmælafrelsi sitt í samræmi við lög. Það er mikilvægt að allir aðilar sýni aðgát og hagi sér á ábyrgan hátt,“ sagði í yfirlýsingu sem ESB sendi frá sér í gær.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira