Innlent

Hæfismál flutt í næstu viku

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA

Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar.

Munnlegur málflutningur verður í málinu 18. maí. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun Arnfríðar og þriggja annarra dómara við Landsrétt hafi ekki verið lögum samkvæm. Málið snýst í raun um gildi þeirra dóma sem umræddir dómarar dæma og því ljóst að niðurstaða málsins getur skipt verulegu máli fyrir dómskerfið.

Sjá einnig: Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis

Fallist Hæstiréttur ekki á kröfu mannsins má búast við að farið verði með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu en Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, hefur gefið þann ásetning í skyn.


Tengdar fréttir

Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.