Innlent

Ríkissaksóknari vill úrlausn Hæstaréttar um skipan Arnfríðar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið.
Talið er að orð ríkissaksóknara auki líkurnar á því að Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið. Dómsmálaráðuneytið

Ríkissaksóknari segir að það sé mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um hvort skipan Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt, nýs dómsstigs, hafi verið samkvæmt lögum. RÚV sagði fyrst frá þessu.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki sæti sem dómari vegna vanhæfis. Hún var á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar.

Það var síðan þann 22. febrúar síðastliðinn sem úrskurður Landsréttar var kveðinn upp í málinu og niðurstaða sú að Arnfríði bæri ekki að víkja sæti. Það var Arnfríður sjálf, auk tveggja dómara; Jóhannesar Sigurðssonar og Þorgeirs Inga Njálssonar,sem kvað upp úrskurðinn.

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður, lagði fram kröfu um að Arnfríður Einarsdóttir, nýskipaður dómari við Landsrétt, myndi víkja sæti. Vísir/GVA

Með kröfu Vilhjálms lætur hann reyna á gildi þeirra dóma sem kveðnir eru upp af dómurum sem ekki eru á meðal þeirra umsækjenda sem hæfisnefnd telur hæfasta til starfsins í aðdraganda skipunar dómara við Landsrétt. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipunin hafi verið ólögmæt.

Eftir niðurstöðu Landsréttar sótti Vilhjálmur um áfrýjunarleyfi vegna dómsmálsins til Hæstaréttar.

Að því er fram kemur í frétt RÚV hefur Jón H. B. Snorrason, saksóknari í máli skjólstæðings Vilhjálms, sent Hæstarétti umsögn þar sem fram kemur að ríkissaksóknari sé þeirrar skoðunar að „mjög mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um það álitaefni sem ákærði fjallar um til rökstuðnings kröfu sinni um ómerkingu dóms Landsréttar, og að rök standi því til að að heimila ákærða að áfrýja dómi Landsréttar í málinu,“ segir Jón um það hvort Hæstiréttur veiti áfrýjunarleyfið og taki afstöðu um skipan Arnfríðar.

Skjólstæðingur Vilhjálms var dæmdur í sautján mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot og brot á reynslulausn.


Tengdar fréttir

Arnfríður ekki vanhæf

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti.

Úrskurður í dag um vanhæfi Arnfríðar

Úrskurður verður kveðinn upp í Landsrétti í dag, um þá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti í máli sem áfrýjað hefur verið til réttarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.