Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 15:29 Mótmælendur hafa atað höfuðstöðvar Novartis í Grikklandi út í málningu. Fyrirtækið er sakað um að múta stjórnmálamönnum, embættismönnum og læknum þar og um að blása upp lyfjaverð. Vísir/AFP Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent