Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:30 Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00