Erlent

Segja Írani hafa fallið í Sýrlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er vitað hver stendur að baki árásunum.
Ekki er vitað hver stendur að baki árásunum. Vísir/Getty
Flugskeytaárásir voru gerðar á nokkur hersvæði í norðurhluta Sýrlands í gærkvöldi. Héraðsmiðlar greina frá einhverju mannfalli en hversu margir létust, eða hverrar þjóðar þeir eru, liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Sýrlenski herinn segir í samtali við fjölmiðla ytra að herstöðvar í Hama og Aleppo hafi verið skotmörkin. Vopnageymslur og stjórnstöðvar hafi skemmst í árásinni. Bresk samtök, sem reyna að ná utan um mannfall í Sýrlandi, segja að Íranir séu meðal þeirra látnu.

Reuters greinir frá því að annað skotmarkanna hafi verið þjálfunarstöð fyrir íranska hermenn sem barist hafa við hlið sýrlenska stjórnarhersins.

Ekki er vitað á þessari stundu hver stendur að baki árásinni. Vesturveldin; Bandaríkin, Frakkar og Bretar, hafa áður gert loftárásir á stjórnarher Bashar al-Assad - rétt eins og Ísraelsmenn.

Vesturveldin réðust á það sem þau sögðu vera efnavopnaverksmiðju og Ísraelsmenn vörpuðu sprengju á flugvöll sem Íranir hafa nýtt sér í stríðinu. Sjö íranskir hermenn létust í síðarnefndu árásinni og 14 særðust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×