Mælir með því að eignast barn með gjafasæði: „Núna er ég ekki bundin barnsföður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:49 Sunna Rós ásamt börnunum sínum tveimur Axel Helga og Jasmín. Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Sunna Rós Baxter, einstæð tveggja barna móðir, mælir með því að eignast barn ein með gjafasæði líkt og hún sjálf gerði í fyrra. Hún segir það algjörlega þess virði þar sem hún sé ekki bundin af neinum barnsföður í tilfelli sonar síns en fyrir átti hún dóttur og á hún föður. Sunna Rós ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og mætti með son sinn í stúdíóið sem fæddist í október síðastliðnum. Einhverjir muna eflaust eftir fæðingunni þar sem Sunna Rós sýndi frá henni á Snapchat en fjallað var um fæðinguna í fréttum Stöðvar 2. Þá var rætt við Sunnu Rós í DV um helgina. „Ég veit ekki betur en að það sé ólöglegt að feðra barn. Þú verður að feðra barnið þitt og þá þarft þú að deila með þessum manni barninu þínu. Það eru jól og páskar og sumarfrí og samskipti við þennan mann sem ég verð að segja eins og er, þó svo að ég hafi borgað 170 þúsund fyrir þetta barn hérna, þá er þetta algjörlega þess virði þó sv að það hafi verið frítt að fara niður í bæ og tjútta og fara með einhverjum heim,“ sagði Sunna í Bítinu í morgun. Aðspurð hvort hún sæi kosti við þetta sagði hún svo vera. „Já núna er ég ekki bundin barnsföður. Ég á barnsföður og þá hefði ég endað með tvo. Það hljómaði ekki vel í mínum eyrum þannig að þetta var útkoman og ég er mjög ánægð með hana.“ Sunna fékk sæðið í gegnum sæðisbanka í Danmörku en fór í tæknisæðinguna hér heima. Hún segist hafa fundið fyrir einhverjum fordómum en þá aðallega frá ókunnugu fólki sem þekki hana ekkert sem hefur til dæmis tjáð sig í kommentakerfum á netinu. Enginn hafi hins vegar sagt neitt neikvætt um þessa ákvörðun hennar beint við hana og þá kveðst hún ekki taka þá neikvæðu hluti sem fólk segir á netinu nærri sér. Hlusta má á viðtalið við Sunnu Rós í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. 16. október 2017 20:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent