Fjögur þúsund fylgdust með fæðingunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2017 20:00 Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Um fjögur þúsund manns fylgdust með fæðingu barns sem kom í heiminn í Keflavík á föstudag. Móðirin var með beina útsendingu frá fæðingunni á Snapchat. Sunna Rós Baxter fór í tæknisæðingu fyrir níu mánuðum eftir að hafa leitað til sæðisbanka í Danmörku. Hún fjallaði opinskátt um meðgönguna á Snapchat og leyfði síðan fjögur þúsund manns að fylgjast með barninu koma í heiminn á föstudag. Fæðingin tók tólf klukkustundir og var sýnd í beinni útsendingu frá stofugólfinu á heimili Sunnu. Hún segir ferlið stundum glamúrvætt og telur mikilvægt að sýna raunveruleikann. „Þú ert ekki í skóbúðinni og missir vatnið og ferð þaðan beint upp á spítala. Svo kemur barnið fimm mínútum síðar og þú ert enn með málninguna. Allir bara voða hressir," segir Sunna í léttum tón. „Ég held að það sé alveg nóg verið að sýna glansmyndina í sambandi við fæðingu, óléttu og eftir fæðingu og hvað maður sé nú fljótur að fara í skinny jeans," segir Sunna.Sunna Rós BaxterHún telur konur stundum feimnar við að ræða óþægilegu hlutina sem fylgja meðgöngu og fæðingu. „Það eru margar sem eru að fara í fæðingu og vita í rauninni ekki neitt af því það er enginn að segja þeim neitt. Það vill enginn hræða neinn, eins og maður geti eitthvað hætt við," segir Sunna. Frænka hennar sá að mestu leyti um myndatökuna en Sunna segir það lítið hafa truflað sig. „Þær voru ekkert eitthvað: „Nei lyftu aðeins upp höndinni, horfðu aðeins í myndavélina." Þetta var ekkert þannig og var ekkert þannig truflandi. Þær bara fylgdu mér," segir Sunna. Eftir fæðinguna hefur Sunna fjallað um áhrif barnsburðar á líkamann. Hún segir sársaukann sem fylgir fæðingu hafa komið sér á óvart þegar hún átti fyrra barnið sitt og telur vanta fræðslu og umræðu. „Maður getur ekki setið almennilega, er allur rifinn og það er varla hægt að pissa og allt þetta. Það er enginn að ræða þetta. Það eru allir bara: „Æji þetta er svo æðislegt, þetta er allt þess virði." Jú, jú, þetta er það náttúrulega en þetta er ekkert búið þegar barnið er komið," segir Sunna.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira