Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:00 Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sjá meira