Erlent

Bannað að nefna vegan mat eftir dýraafurðum í Frakklandi

Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað kalla skuli vörur á borð við hnetusteik, sojamjólk og vegan ost
Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað kalla skuli vörur á borð við hnetusteik, sojamjólk og vegan ost Vísir/EPA
Brátt verður bannað með lögum í Frakklandi að markaðssetja grænmetis- og vegan-vörur sem ígildi kjöt- og mjólkurvara. Frumvarp þess efnis var samþykkt á franska þinginu í gær. Það þýðir að t.d. verður ekki leyfilegt að selja „pylsur“ úr tófú og „hnetusteik“ gæti sömuleiðis orðið bannorð í Frakklandi. Sama gildir um sojamjólk og fjölda annarra sambærilegra vara. Það var ötull talsmaður bænda á franska þinginu sem lagði frumvarpið fram.

Frönsku lögin eru í takt við nýlegan úrskurð Evrópudómstólsins sem bannar notkun hugtaka á borð við „smjör“, „mjólk“ og „ost“ yfir vörur sem ekki innihalda mjólk úr dýrum. Af einhverjum ástæðum eru þó gerðar nokkrar undantekningar, t.d. fyrir hnetusmjör, kókosmjólk og möndlumjólk. „Vegan ostur“ telst hins vegar ekki leyfilegt heiti lengur. Það voru þýsk neytendasamtök sem fóru með málið fyrir Evrópudómstólinn þar sem þau töldu núverandi merkingar misvísandi. Úrskurðurinn er hins vegar ekki bindandi fyrir öll aðildarríki ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×