Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning: „Ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur“ Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 09:05 Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum undirrituðu kjarasamning milli félaganna og ríkisins stuttu fyrir miðnætti í gærkvöldi. RÚV greindi fyrst frá og Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara staðfesti þetta í samtali við Vísi. Aðilarnir funduðu í fjórtán klukkustundir í gær áður en samkomulag náðist. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé búið. Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda og samningar eru auðvitað þannig að þetta felur í sér eftirgjöf af hálfu beggja aðila en ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Samningurinn sem undirritaður var í gærkvöldi gildir út mars 2019 og að sögn Guðríðar eru þær launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum í takt við launahækkanir sem önnur opinber stéttarfélög hafa samið um að undanförnu.Hefðuð þið viljað ná lengri samningum? „Miðað við þær launahækkanir sem eru núna á samningstímanum þá er ágætt að hann er ekki lengri,“ segir Guðríður. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem allra fyrst en Guðríður segir að hún muni senda bréf til félagsmanna með fyrstu upplýsingum um hina nýundirrituðu samninga á eftir og í næstu viku verða fundir þar sem félagsmenn geta kynnt sér efni samninganna nánar. Hann verður í kjölfarið borinn undir félagsmenn og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ætti að liggja fyrir 11. maí. „Ég mun mæla með því að félagsmenn muni samþykkja þennan samning og ég tel að hann sé mjög góður í þeirri stöðu sem við erum í núna og í því samningsumhverfi sem við erum í núna,“ segir Guðríður.Ánægð með samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra Guðríður segir að deilur hafi ekki einungis verið um launalið samningsins en önnur atriði líkt og hvernig beri að meta vinnu kennara í ljósi styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. „Það sem liggur fyrir er að stytting náms til stúdentsprófs fól ekki bara í sér styttingu á námstíma heldur fól hún líka í sér þjöppun á námsefni og uppstokkun á kennslu einhverra áfanga. Þar af leiðandi þarf að endurskoða vinnumatið með tilliti til þess að það er eiginlega meira námsefni undir í einhverjum tilfellum heldur en var áður, en nám var stytt þannig að við erum búin að koma okkur saman um hvernig við ætlum að gera það.“ Guðríður segir einnig að náðst hafi samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðherra og Kennarasambandsins um viðauka við kjarasamninginn sem varðar ekki launalið heldur tæknilega útfærslu á vinnumati kennara. „Ég er mjög ánægð með texta í viðauka sem við gengum frá og samkomulag sem við gerðum við mennta- og menningarmálaráðherra. Mig langar sérstaklega til að hrósa henni fyrir hennar þátt í þessu máli, við höfum fundið fyrir miklum velvilja af hennar hálfu og hún hefur virkilega lagt sig fram við það að koma þessu samkomulagi saman.“ Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 10:00. Kjaramál Tengdar fréttir Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum undirrituðu kjarasamning milli félaganna og ríkisins stuttu fyrir miðnætti í gærkvöldi. RÚV greindi fyrst frá og Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara staðfesti þetta í samtali við Vísi. Aðilarnir funduðu í fjórtán klukkustundir í gær áður en samkomulag náðist. „Ég er mjög ánægð með að þetta sé búið. Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda og samningar eru auðvitað þannig að þetta felur í sér eftirgjöf af hálfu beggja aðila en ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur,“ segir Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldsskólakennara. Samningurinn sem undirritaður var í gærkvöldi gildir út mars 2019 og að sögn Guðríðar eru þær launahækkanir sem kveðið er á um í samningnum í takt við launahækkanir sem önnur opinber stéttarfélög hafa samið um að undanförnu.Hefðuð þið viljað ná lengri samningum? „Miðað við þær launahækkanir sem eru núna á samningstímanum þá er ágætt að hann er ekki lengri,“ segir Guðríður. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem allra fyrst en Guðríður segir að hún muni senda bréf til félagsmanna með fyrstu upplýsingum um hina nýundirrituðu samninga á eftir og í næstu viku verða fundir þar sem félagsmenn geta kynnt sér efni samninganna nánar. Hann verður í kjölfarið borinn undir félagsmenn og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ætti að liggja fyrir 11. maí. „Ég mun mæla með því að félagsmenn muni samþykkja þennan samning og ég tel að hann sé mjög góður í þeirri stöðu sem við erum í núna og í því samningsumhverfi sem við erum í núna,“ segir Guðríður.Ánægð með samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra Guðríður segir að deilur hafi ekki einungis verið um launalið samningsins en önnur atriði líkt og hvernig beri að meta vinnu kennara í ljósi styttingu náms til stúdentsprófs og fleira. „Það sem liggur fyrir er að stytting náms til stúdentsprófs fól ekki bara í sér styttingu á námstíma heldur fól hún líka í sér þjöppun á námsefni og uppstokkun á kennslu einhverra áfanga. Þar af leiðandi þarf að endurskoða vinnumatið með tilliti til þess að það er eiginlega meira námsefni undir í einhverjum tilfellum heldur en var áður, en nám var stytt þannig að við erum búin að koma okkur saman um hvernig við ætlum að gera það.“ Guðríður segir einnig að náðst hafi samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðherra og Kennarasambandsins um viðauka við kjarasamninginn sem varðar ekki launalið heldur tæknilega útfærslu á vinnumati kennara. „Ég er mjög ánægð með texta í viðauka sem við gengum frá og samkomulag sem við gerðum við mennta- og menningarmálaráðherra. Mig langar sérstaklega til að hrósa henni fyrir hennar þátt í þessu máli, við höfum fundið fyrir miklum velvilja af hennar hálfu og hún hefur virkilega lagt sig fram við það að koma þessu samkomulagi saman.“ Kjarasamningar hafa verið lausir frá 2016, en framhaldsskólakennarar fóru síðast í þriggja vikna verkfall vorið 2014. Því lauk hins vegar með undirritun nýs kjarasamnings í byrjun apríl þess árs. Í skýrslu heildarsamtaka vinnumarkaðarins árið 2016 kom fram að laun framhaldsskólakennara hefðu hækkað mest allra stétta á tímabilinu frá 2006 til 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 10:00.
Kjaramál Tengdar fréttir Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Fleiri fréttir „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Sjá meira
Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. 2. apríl 2018 13:17