Afvopnaði nakta byssumanninn og bjargaði lífi Vöffluhússgesta Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:00 James Shaw Jr. á blaðamannafundi í gær. Vísir/Epa Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57