Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:44 Að sögn Ellenar mun það bitna mest á meðgöngu-og sængurlegudeild að heimaþjónustuljósmæður leggi niður störf. vísir/vilhelm Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48