Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2018 18:28 Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Vísir/Gunnar.V. Andrésson Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Að minnsta kosti sextíu heimaþjónustuljósmæður hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með morgundeginum 23. apríl, þar til samningar við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður hafi ákveðið að leggja niður störf. Hún segir að mikil samstaða ríki innan stéttarinnar og hún býst við því að hinar 30 sem skráðar eru fylgi þeirra fordæmi.Ellen segir að allar líkur séu á að hinar þrjátíu heimaþjónustuljósmæðurnar á skrá fari að fordæmi hinna sem leggja niður störf á morgun. Það sé mikil samstaða ríkjandi.Ellen BáraAð sögn Ellenar mun ákvörðunin bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild vegna þess að skortur á heimaþjónustuljósmæðrum leiði til þess að konur þurfi að dvelja á deildinni í marga daga. „Þetta verður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild að hafa konur inniliggjandi sængurlegu í fjóra til fimm daga af því engin er heimaþjónustan.“ Þetta sé það eina í stöðunni fyrir nýbakaða foreldra fyrir utan alvarlegri kost sem sé þá að útskrifa móður og nýbura og hafa þau án eftirlits.Er það ekki varhugavert?„Jú, þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál en eitthvað þarf að gera.“Eruð þið búnar að tilkynna yfirvöldum að þið hyggist leggja niður störf?„Já það er búið að senda þetta á Svandísi Svavarsdóttur og verið er að tilkynna deildunum okkar á Landspítalanum að frá og með morgundeginum verði þetta svona. Þetta bitnar mest á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu-og sængurlegudeild. Þú getur ekki útskrifað, allavega frumbyrjur, svona fljótt heim eins og hefur verið gert á meðan að heimaþjónustan hefur verið.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður hafi samið við Sjúkratryggingar Íslands og að samningurinn hafi verið sendur til ráðuneytisins fyrir páska. Hún segir að heimaþjónustuljósmæður hafi ekkert heyrt frá ráðuneytinu síðan. „Ég veit ekki hvort þeir séu að bíða bara eftir því að samningar náist við ríkið og ljósmæður almennt en Sjúkratryggingarnar voru búnar að samþykkja nýjan samning við okkur og við búnar að samþykkja hann og átti bara eftir að senda upp í ráðuneytið sem þetta liggur þar núna.“ Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður séu lægst launuðu verktakar á landinu.Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira