Aðeins pláss fyrir tuttugu konur á sængurlegudeild Landspítala Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. apríl 2018 12:45 Að meðaltali fæðast níu börn á dag á Landspítalanum. Vísir/Getty Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu segir að hjúkrunarfræðingar heimaþjónustu geti ekki gengið í öll störf ljósmæðra. Hún segir einnig að hugmyndir um að lengja legu sængurkvenna á kostnað heimaþjónustu gangi ekki upp vegna plássleysis á Landspítala. „Á Landspítalanum eru ekki nema tuttugu rúm bæði fyrir meðgöngukonur og sængurkonur, sem sagt veikar konur á meðgöngu sem þurfa ða liggja inni hjá okkur og svo allar sængurkonurnar sem leggjast inn hjá okkur eftir fæðingu,” segir Ellen Bára í samtali vði Vísi. „Á Landspítalanum eru að meðaltali níu fæðingar á sólarhring. Þannig að þú sérð það að tuttugu rúm inni á meðgöngu og sængurlegudeild kemur ekki til með að nýtast nema þá bara í stuttan tíma fyrir konur sem eru búnar að fæða. Það myndast þarna ákveðinn flöskuháls fljótlega ef ekkert verður samið við okkur.”Vonar að einblínt verði á að semja Ellen segir jafnframt að það sé varhugavert að senda hjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva í heimavitjanir til nýbakaðra mæðra og nýbura. „Það er náttúrulega ekkert sniðugt að vera að senda heilsugæslurnar í þessi störf okkar þar sem þær geta ekki sinnt því sem við erum að sinna í heimaþjónustunum annað en að vigta nýburann og taka þessa blóðprufu sem er tekin úr hælnum þeirra tveggja sólarhringa gömul. Annað sjáum við ekki að sé hægt að sinna frá heilsugæslunni. Þessi þjónusta sem heilbrigðisráðherra nefnir í gær og segist hafa biðlað til heilbrigðisstofnana á landinu að veita konum þessa þjónustu það er náttúrulega bara verið að tala um að sinna þeim í sængurlegunni inni á sjúkrahúsunum vegna þess að spítalarnir geta ekki sent fólk út í bæ í vitjanir sem við höfum verið að sinna hingað til.” Hún segist vona að heilbrigðisyfirvöld einblíni á að semja við ljósmæður. „Vonandi verður fundað um þetta og þá reynt að einblína frekar á að semja við okkur ljósmæður sem sinnum heimaþjónustunni til að við getum tekið til starfa aftur í stað þess að eyða tíma í að leita annarra leiða í það hvernig er hægt að sinna þessum konum og þessum fjölskyldum eftir fæðingu. Einfaldasta lausnin væri náttúrulega að samþykkja þessa hækkun sem við höfum farið fram á án þess að taka út aðra liði sem virðist hafa verið í skoðun núna, sem var neyðarúrræði fyrir ríkið að skoða ef þeir hefðu ekki getað orðið við þessari hækkun.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00 Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30 Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22 Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Ljósmóðir efast um að spítalinn komi til með að þola álagið Heilbrigðisráðherra hefur falið Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum að sinna þjónustu við sængurkonur og börn sem hefur verið í höndum ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. 24. apríl 2018 06:00
Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. 23. apríl 2018 20:30
Neyðaráætlun á Landspítalanum vegna uppsagna ljósmæðra Tuttugu ljósmæður hafa sagt upp. Landspítalinn vinnur að neyðaráætlun sem á að vera tiltæk ef af uppsögnunum verður. 18. apríl 2018 20:22
Landspítalinn segir að aðgerðir ljósmæðra muni skapa „mikinn vanda“ Aðgerðir ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu við nýbakaða foreldra og nýbura munu skapa mikinn vanda sem bætist við þá alvarlegu stöðu sem blasir við vegna kjaradeilu ljósmæðra við ríkisvaldið. 24. apríl 2018 11:31