Þurfa að velja um að vera lengur á sængurdeild eða fara heim og vera án eftirlits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 20:30 Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. Heilbrigðisráðherra hvetur heilbrigðisstofnanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta verði veitt á meðan lausna er leitað. Um er að ræða yfir 90 ljósmæður sem bjóða þjónustu sína í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Líkt og fram hefur komið mun ákvörðunin bitna á nýbökuðum foreldrum og ekki síst á meðgöngu-og sængurlegudeildum þar sem konur munu þurfa að dvelja lengur á deildinni en ef heimaþjónustunnar nyti við. Heiðrún Anna Friðriksdóttir á von á sínu þriðja barni en hún segir stressandi að hugsa til þess að ef til vill muni heimaþjónustan ekki standa til boða þegar hún á að eiga. „Núna á ég von á mér í næstu viku, þannig það gæti gerst bara hvenær sem er og þá þarf ég í rauninni bara að velja hvort að ég ætli að vera inni á spítalann í fjóra, fimm daga eða fara heim og vera eftirlitslaus. Ég myndi velja spítalann og ég veit að margar myndu gera það sem þýðir bara að spítalinn verður fljótur að fyllast,“ segir Heiðrún. „Það er ástæða fyrir þessari þjónustu,“ hún er nauðsynleg.Bauðst 2,7% hækkun en vilja 13,8% Bergrún Svava Jónsdóttir er ein þeirra ljósmæðra sem komið hefur að gerð samninga við Sjúkratryggingar en síðasti samningur rann út í lok janúar og hefur ekki verið endurnýjaður. „Allt skipulag varðandi þjónustu við sængurkonur og nýbura, er í kringum þessa þjónustu, það er ekki pláss núna fyrir þessar konur núna að liggja sængurlegu, það er alveg á hreinu,“ segir Bergrún. Að sögn Bergrúnar óska ljósmæður eftir 13,8% hækkun á tímataxta en aðeins 2,7% hækkun hafi staðið þeim til boða. „Þetta er verktakavinna, þannig að þetta er ekki verkfall eða neitt slíkt, við bara kjósum að vinna ekki fyrir þessa greiðslu sem er í boði núna,“ segir Bergrún. Tillögur að nýjum samningi liggja fyrir en þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru „óæskilegar og leiði jafnframt til lakari þjónustu“ að mati fagfólks heilbrigðisstofnanna að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningur um heimaþjónustu ljósmæðra hefur síðustu ár leitt til hagræðingar á Landspítala og á öðrum stofnunum úti á landi en samkvæmt samantekt frá árinu 2015 sinna ljósmæðurnar rúmlega 80% sængurkvenna í heimaþjónustu. Bergrún Svava Jónsdóttir, ljósmóðir.Vísir/Sigurjón„Auðvitað vorum við alltaf að vonast til þess að þessi samningur yrði endurnýjaður. Síðasti formlegi fundur í Sjúkratryggingum var 21. mars og þá voru okkar gefnar miklar vonir um að það blað, sem nú er kallað minnisblað, það var sent til ráðuneytisins og við gerðum okkur mjög miklar vonir um að það yrði samþykkt,“ segir Bergrún. „Ennþá erum við að vinna fyrir þessi lægstu verktakalaun sem um getur.“Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er nú lagt kapp á að finna fyrirkomulagi heimaþjónustunnar traustari umgjörð eins og það er orðað í tilkynningunni. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag en hún var spurð um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Í ljósi stöðunnar hef ég nú þegar skrifað bréf til allra heilbrigðisstofnanna landsins með tilmælum um að þær annist umrædda þjónustu þar til lausn hefur fundist á stöðunni,“ sagði Svandís. „Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnanna að tryggja öryggi mæðra og barna og að nýburar og sængurkonur líði ekki fyrir þá stöðu sem upp er komin.“ Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Verðandi móðir kveðst hafa áhyggjur af stöðunni sem upp er komin eftir að nær allar ljósmæður sem sinna heimaþjónustu við sængurkonur og nýbura ákváðu að leggja niður störf þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum. Heilbrigðisráðherra hvetur heilbrigðisstofnanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta verði veitt á meðan lausna er leitað. Um er að ræða yfir 90 ljósmæður sem bjóða þjónustu sína í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Líkt og fram hefur komið mun ákvörðunin bitna á nýbökuðum foreldrum og ekki síst á meðgöngu-og sængurlegudeildum þar sem konur munu þurfa að dvelja lengur á deildinni en ef heimaþjónustunnar nyti við. Heiðrún Anna Friðriksdóttir á von á sínu þriðja barni en hún segir stressandi að hugsa til þess að ef til vill muni heimaþjónustan ekki standa til boða þegar hún á að eiga. „Núna á ég von á mér í næstu viku, þannig það gæti gerst bara hvenær sem er og þá þarf ég í rauninni bara að velja hvort að ég ætli að vera inni á spítalann í fjóra, fimm daga eða fara heim og vera eftirlitslaus. Ég myndi velja spítalann og ég veit að margar myndu gera það sem þýðir bara að spítalinn verður fljótur að fyllast,“ segir Heiðrún. „Það er ástæða fyrir þessari þjónustu,“ hún er nauðsynleg.Bauðst 2,7% hækkun en vilja 13,8% Bergrún Svava Jónsdóttir er ein þeirra ljósmæðra sem komið hefur að gerð samninga við Sjúkratryggingar en síðasti samningur rann út í lok janúar og hefur ekki verið endurnýjaður. „Allt skipulag varðandi þjónustu við sængurkonur og nýbura, er í kringum þessa þjónustu, það er ekki pláss núna fyrir þessar konur núna að liggja sængurlegu, það er alveg á hreinu,“ segir Bergrún. Að sögn Bergrúnar óska ljósmæður eftir 13,8% hækkun á tímataxta en aðeins 2,7% hækkun hafi staðið þeim til boða. „Þetta er verktakavinna, þannig að þetta er ekki verkfall eða neitt slíkt, við bara kjósum að vinna ekki fyrir þessa greiðslu sem er í boði núna,“ segir Bergrún. Tillögur að nýjum samningi liggja fyrir en þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru „óæskilegar og leiði jafnframt til lakari þjónustu“ að mati fagfólks heilbrigðisstofnanna að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningur um heimaþjónustu ljósmæðra hefur síðustu ár leitt til hagræðingar á Landspítala og á öðrum stofnunum úti á landi en samkvæmt samantekt frá árinu 2015 sinna ljósmæðurnar rúmlega 80% sængurkvenna í heimaþjónustu. Bergrún Svava Jónsdóttir, ljósmóðir.Vísir/Sigurjón„Auðvitað vorum við alltaf að vonast til þess að þessi samningur yrði endurnýjaður. Síðasti formlegi fundur í Sjúkratryggingum var 21. mars og þá voru okkar gefnar miklar vonir um að það blað, sem nú er kallað minnisblað, það var sent til ráðuneytisins og við gerðum okkur mjög miklar vonir um að það yrði samþykkt,“ segir Bergrún. „Ennþá erum við að vinna fyrir þessi lægstu verktakalaun sem um getur.“Samkvæmt tilkynningu frá velferðarráðuneytinu er nú lagt kapp á að finna fyrirkomulagi heimaþjónustunnar traustari umgjörð eins og það er orðað í tilkynningunni. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag en hún var spurð um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Í ljósi stöðunnar hef ég nú þegar skrifað bréf til allra heilbrigðisstofnanna landsins með tilmælum um að þær annist umrædda þjónustu þar til lausn hefur fundist á stöðunni,“ sagði Svandís. „Það er á ábyrgð heilbrigðisstofnanna að tryggja öryggi mæðra og barna og að nýburar og sængurkonur líði ekki fyrir þá stöðu sem upp er komin.“
Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16 Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. 23. apríl 2018 12:16
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48