Taka ábendingu um orm í ostborgara grafalvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 12:00 Heiðrún Birna segist hafa keypt borgarann í Aktu Taktu við Skúlagötu. SAMSETT Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta. Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta.
Neytendur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira