Innlent

Yfir tíu bílar óku fram hjá stórslösuðum manni á Reykjanesbraut

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað.
Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá slysstað. Vísir/Ívar
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ók fjöldi bíla fram hjá slysstað á Reykjanesbraut í dag án þess að bjóða fram hjálp eða hringja á lögreglu. Minnst tíu bílar og ein rútu keyrðu fram hjá.Reykjanesbraut er enn lokuð við Hvaleyrarhraun í Hafnarfirði vegna áreksturs um hádegisleytið. Tals­verðar um­ferðartaf­ir hafa orðið vegna slyss­ins. Þrír bílar lentu í óhappinu og einn maður er alvarlega slasaður.Í fyrri frétt var greint frá því að gangandi vegfarandi hafi einnig slasast. Í ljós hefur komið að sá sem er alvarlega slasaður hafi farið út úr bíl sínum og keyrt hafi verið á hann þar sem hann stóð.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.