Reykjanesbraut er enn lokuð við Hvaleyrarhraun í Hafnarfirði vegna áreksturs um hádegisleytið. Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins. Þrír bílar lentu í óhappinu og einn maður er alvarlega slasaður.
Í fyrri frétt var greint frá því að gangandi vegfarandi hafi einnig slasast. Í ljós hefur komið að sá sem er alvarlega slasaður hafi farið út úr bíl sínum og keyrt hafi verið á hann þar sem hann stóð.