Innlent

Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Hugsanlega var keyrt á gangandi vegfaranda.
Hugsanlega var keyrt á gangandi vegfaranda. Vísir/Ívar
Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á að gangandi vegfarandi hafi einnig slasast við áreksturinn. Reykjanesbraut er lokuð við Hvaleyrarhraun og umferð stýrt í gegnum Vallarhverfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.