Innlent

Einn fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Hugsanlega var keyrt á gangandi vegfaranda.
Hugsanlega var keyrt á gangandi vegfaranda. Vísir/Ívar

Einn hefur verið fluttur mikið slasaður á sjúkrahús eftir tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut við Vallarhverfið í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á að gangandi vegfarandi hafi einnig slasast við áreksturinn. 

Reykjanesbraut er lokuð við Hvaleyrarhraun og umferð stýrt í gegnum Vallarhverfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.