VG getur ekki mannað framboð á Skaganum Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vesturlandi. Samgöngur til og frá bænum munu taka stakkaskiptum þegar Hvalfjarðargöngin verða gerð gjaldfrjáls. Fréttablaðið/GVA Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum á Akranesi. Hins vegar ákvað flokkurinn, undir forystu Ólafs Adolfssonar, að taka með Bjarta framtíð við myndun meirihluhta. Voru því Framsókn og frjálsir auk Samfylkingar ein í minnihluta á kjörtímabilinu. Ljóst þykir að Björt framtíð ætlar sér ekki að bjóða fram í komandi kosningum og Vinstri græn, sem buðu fram í síðustu kosningum, bjóði ekki fram að þessu sinni. Allir flokkarnir þrír sem boðað hafa framboð eru með nýja oddvita með mismikla reynslu úr pólitíska starfi. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013 en ákvað að segja skilið við landsmálin í fyrra. Rakel Óskarsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur ár og leiðir nú listann og Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingar, leiðir listann í fyrsta skipti en hann hefur jafnframt verið bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu. Ólga í atvinnumálum á Skaganum hefur einkennt bæjarumræðuna síðustu árin eftir að HB Grandi ákvað að færa alla sína starfsemi frá Akranesi yfir til Reykjavíkur. Bæjarfélagið reyndi að fá fyrirtækið til að skipta um skoðun og bauð gull og græna skóga í viðræðum við félagið. En allt kom fyrir ekki og HB Grandi mun flytjast yfir flóann að fullu. Gengið vel á tímabilinu Rakel Óskarsdóttir segir kjörtímabilið sem nú er á enda og samstarfið við Bjarta framtíð hafa verið með eindæmum gott. Uppgangur sé í sveitarfélaginu á sama tíma og skuldir þess lækki. „Það verður leitt að sjá á eftir Bjartri framtíð. Samvinnan hefur verið góð á kjörtímaiblinu og við höfum unnið þar með góðu fólki„ segir Rake. „Við stefnum á að halda meirihlutanum í bæjarstjórn Akraness og leggjum störf okkar glöð í dóm kjósenda. Þetta hefur verið átakalaust kjörtímabil þar sem engir stórir slagir hafa verið teknir inni í bæjarstjórn og samtal meiri- og minnihluta hefur verið gott.“ Að mati Rakelar verða atvinnumál og húsnæðismál í forgrunni í sveitarstjórnarkosningunum. „Einnig hefur fjárhagur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Það var ekki mikill afgangur þegar við tókum við. Nú er aftur á móti að myndast svigrúm til að gera eitthvað spennandi og ætlum við að byggja upp fimleikahús og frístundamiðstöð við golfvöllinn á næsta kjörtímabili. Einnig þurfum við að skipuleggja íbúðabyggð og auka framboð á húsnæði. Akranes er í sókn,“ segir Rakel. Verðum að forgangsraða Valgarður Lyngdal segir Samfylkinguna ætla að bæta við sig manni frá því sem nú er. Samfylkingin tapaði tveimur mönnum í kosningunum 2014 og vill efla stöðu sína aftur. Hann segir mikilvægt að forgangsraða í þágu grunnþjónustu bæjarins. „Stóra kosningamálið er auðvitað það að núna á næstu árum munum við uppskera af þeirri stefnu sem var tekin í kjölfar hrunsins, að allt var skorið niður við nögl, og öll áhersla lögð á að greiða niður skuldir bæjarins. Núverandi meirihluti hélt áfram þeirri stefnu sem okkar meirihluti mótaði þar á undan, að lækka skuldir og fara sparlega með fé og verja grunnþjónustu bæjarins,“ segir Valgarður „Við viljum forgangsraða til þeirra sem þurftu að taka á sig byrðarnar á þessum þröngu árum sem undangengin eru. við viljum byggja upp í þágu fjölskyldna og barna í bænum. Við þurfum að leggja aukið fé í skólana okkar og í grunnþjónustuna við börn í bænum,“ bætir Valgarður við. Samfélagslegt verkefni Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, segir bæjarmálapólitíkina á Akranesi vera ákveðna samfélagsvinnu þar sem allir eru sammála um markmiðin en útfærslan sé eitthvað sem hægt sé að vera ósammála um. „Það er gott fólk í öllum flokkum og við viljum öll gera vel fyrir okkar sveitarfélag. Ég finn það að miklu jákvæðari andi ríkir í þessu en á þingi þar sem menn skiptast í fylkingar,“ segir Elsa Lára. „Sveitarstjórnarkosningarnar munu snúast um nærþjónustuna okkar fyrir börn og fyrir aldraða í bland við atvinnumál sem skipa alltaf stóran sess hér. Það hefur gengið ágætlega á Skaganum og við erum með frábær fyrirtæki hér sem við þurfum að hlúa að. Einnig skipta samgöngur okkur máli þar sem fjórðungur íbúa sækir vinnu í höfuðborgina á hverjum morgni.“ Kosningar 2018 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum á Akranesi. Hins vegar ákvað flokkurinn, undir forystu Ólafs Adolfssonar, að taka með Bjarta framtíð við myndun meirihluhta. Voru því Framsókn og frjálsir auk Samfylkingar ein í minnihluta á kjörtímabilinu. Ljóst þykir að Björt framtíð ætlar sér ekki að bjóða fram í komandi kosningum og Vinstri græn, sem buðu fram í síðustu kosningum, bjóði ekki fram að þessu sinni. Allir flokkarnir þrír sem boðað hafa framboð eru með nýja oddvita með mismikla reynslu úr pólitíska starfi. Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá árinu 2013 en ákvað að segja skilið við landsmálin í fyrra. Rakel Óskarsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins síðustu fjögur ár og leiðir nú listann og Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingar, leiðir listann í fyrsta skipti en hann hefur jafnframt verið bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu. Ólga í atvinnumálum á Skaganum hefur einkennt bæjarumræðuna síðustu árin eftir að HB Grandi ákvað að færa alla sína starfsemi frá Akranesi yfir til Reykjavíkur. Bæjarfélagið reyndi að fá fyrirtækið til að skipta um skoðun og bauð gull og græna skóga í viðræðum við félagið. En allt kom fyrir ekki og HB Grandi mun flytjast yfir flóann að fullu. Gengið vel á tímabilinu Rakel Óskarsdóttir segir kjörtímabilið sem nú er á enda og samstarfið við Bjarta framtíð hafa verið með eindæmum gott. Uppgangur sé í sveitarfélaginu á sama tíma og skuldir þess lækki. „Það verður leitt að sjá á eftir Bjartri framtíð. Samvinnan hefur verið góð á kjörtímaiblinu og við höfum unnið þar með góðu fólki„ segir Rake. „Við stefnum á að halda meirihlutanum í bæjarstjórn Akraness og leggjum störf okkar glöð í dóm kjósenda. Þetta hefur verið átakalaust kjörtímabil þar sem engir stórir slagir hafa verið teknir inni í bæjarstjórn og samtal meiri- og minnihluta hefur verið gott.“ Að mati Rakelar verða atvinnumál og húsnæðismál í forgrunni í sveitarstjórnarkosningunum. „Einnig hefur fjárhagur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Það var ekki mikill afgangur þegar við tókum við. Nú er aftur á móti að myndast svigrúm til að gera eitthvað spennandi og ætlum við að byggja upp fimleikahús og frístundamiðstöð við golfvöllinn á næsta kjörtímabili. Einnig þurfum við að skipuleggja íbúðabyggð og auka framboð á húsnæði. Akranes er í sókn,“ segir Rakel. Verðum að forgangsraða Valgarður Lyngdal segir Samfylkinguna ætla að bæta við sig manni frá því sem nú er. Samfylkingin tapaði tveimur mönnum í kosningunum 2014 og vill efla stöðu sína aftur. Hann segir mikilvægt að forgangsraða í þágu grunnþjónustu bæjarins. „Stóra kosningamálið er auðvitað það að núna á næstu árum munum við uppskera af þeirri stefnu sem var tekin í kjölfar hrunsins, að allt var skorið niður við nögl, og öll áhersla lögð á að greiða niður skuldir bæjarins. Núverandi meirihluti hélt áfram þeirri stefnu sem okkar meirihluti mótaði þar á undan, að lækka skuldir og fara sparlega með fé og verja grunnþjónustu bæjarins,“ segir Valgarður „Við viljum forgangsraða til þeirra sem þurftu að taka á sig byrðarnar á þessum þröngu árum sem undangengin eru. við viljum byggja upp í þágu fjölskyldna og barna í bænum. Við þurfum að leggja aukið fé í skólana okkar og í grunnþjónustuna við börn í bænum,“ bætir Valgarður við. Samfélagslegt verkefni Elsa Lára Arnardóttir, oddviti Framsóknar og frjálsra, segir bæjarmálapólitíkina á Akranesi vera ákveðna samfélagsvinnu þar sem allir eru sammála um markmiðin en útfærslan sé eitthvað sem hægt sé að vera ósammála um. „Það er gott fólk í öllum flokkum og við viljum öll gera vel fyrir okkar sveitarfélag. Ég finn það að miklu jákvæðari andi ríkir í þessu en á þingi þar sem menn skiptast í fylkingar,“ segir Elsa Lára. „Sveitarstjórnarkosningarnar munu snúast um nærþjónustuna okkar fyrir börn og fyrir aldraða í bland við atvinnumál sem skipa alltaf stóran sess hér. Það hefur gengið ágætlega á Skaganum og við erum með frábær fyrirtæki hér sem við þurfum að hlúa að. Einnig skipta samgöngur okkur máli þar sem fjórðungur íbúa sækir vinnu í höfuðborgina á hverjum morgni.“
Kosningar 2018 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira