Íslendingur stefnir á að klára lengstu þríþraut í heimi Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 22:47 Jón Eggert Guðmundsson vinnur að því að klára heimsins lengstu þríþraut og komast í heimsmetabók Guiness. Vísir/Hanna Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu. Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu.
Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45