Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2016 17:45 Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. Vísir/Hanna Jón Eggert Guðmundsson lét rasssæri og hnémeiðsli ekki stöðva sig í markmiði sínu að hjóla strandvegi Íslands undanfarnar tæpar fjórar vikur. Jón Eggert kom í mark í Hafnarfirði síðdegis í gær en þá voru 3200 kílómetrar að baki. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi landsins en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. Þá hafði kappinn á orði að fæturnir hefðu stækkað. Hjólreiðakappinn lagði af stað þann 1. júlí og reiknaði með því að vera þrjár og hálfa til fjórar vikur á leiðinni. Oft er talað um að fall geti reynst fararheill og má telja líklegt að Jón Eggert hafi heyrt orðtakið oftar en einu sinni undanfarnar vikur. Þannig var að ekið var í veg fyrir hann tíu dögum fyrir brottför en slapp með skrekkinn. „Ég var að hjóla í góðum meðvindi og í fíling, kominn á svona 30 kílómetra hraða við Eiðisgranda þegar bíll keyrir í veg fyrir mig. Ég næ ekkert að bremsa og hjóla bara á bílinn,“ segir Jón Eggert. Hann fékk flugferð yfir húddið, framrúðan á bílnum brotnaði en Jón Eggert slapp með rifbeinsbrot og marbletti hingað og þangað. Ljóst var að hjólið yrði ekki nothæft til komandi átaka. Jón Eggert fékk sér vel að borða á Höfn í Hornafirði.Mynd/Svava Dögg Stærðarinnar sár á rassinum „Ég fékk nýtt hjól úr tryggingunum og fór með nýja settið í bike-fit hjá Kría Cycle daginn áður en ég lagði í hann,“ segir Jón Eggert. Gera átti hjólið þannig að það hefði sem minnst áhrif á rifbeinsbrotið en svo fylgja nýjum hjólum vandamál. „Það tekur mig þrjá mánuði að venjast nýjum hnakki,“ segir Jón Eggert sem hefur hjólað undanfarin ár í Miami á Flórída þar sem hann er búsettur. „Að fara að hjóla á nýju hjóli þúsundir kílómetra er ávísun á rasssæri og vesen.“ Sú varð raunin. „Fyrst lenti ég í rassæri sem var ansi stórt. Það vantar næstum því aðra rasskinnina á mig,“ segir Jón Eggert. „Það græðir bara á næstum vikum,“ segir kappinn vongóður um að endurheimta rassskinnina. Hnémeiðsli tóku svo við af rasssærinu og rifbeinsmeiðsunum og segir hjólreiðamaðurinn að sársaukinn hafi bara flakkað á milli. En aldrei gafst hann upp. Jóni til halds og trausts á ferðalaginu var hjólreiðakonan Svava Dögg Guðmundsdóttir en hún keppti einmitt í einstaklingskeppni í WOW Cyclothon í sumar, ein kvenna. Hún þurfti þó að draga sig úr keppni við Mývatn sökum þreytu en þá var Jón einmitt henni til halds og trausts. Góðir vinir. „Þegar hún sagðist vera tilbúin að vera bílstjórinn minn á ferðalaginu þá sló ég til,“ segir Jón Eggert. Hugmyndin um að hjóla hafi komið upp þegar hann gekk strandveginn fyrir tíu árum en þá hafi verið ofarlega í huga hans hve miklu fljótari hann yrði að hjóla. Um fimm sinnum fljótari. Hann hjólaði nú um 125 kílómetra á dag en gekk um 25 kílómetra á dag fyrir nokkrum árum. Stund milli stríða nálægt Hólmavík.Mynd/Svava Dögg Nánast í áskrift að góðu veðri Veðurguðirnir hafa verið flestum landsmönnum hliðhollir undanfarnar vikur og tekur Jón Eggert undir það. Hann hafi lent í erfiðu veðri á Vestfjörðum allt þar til komið var í Hrútafjörð. Eftir það hafi veðrið verið gott. Þrátt fyrir gott veður og mikla útiveru notaði Jón enga sólarvörn. „Ég er vanur sólinni frá Miami og þarf ekki sólarvörn,“ segir hann hlæjandi. Hann flutti utan í ágúst 2008, korteri fyrir hrun, en hann starfar sem kerfisfræðingur. „Ég var farinn að finna á mér að það væri eitthvað skrýtið í gangi. Það var ástæðan fyrir því að ég fór.“ Næst á dagskrá er svo að velta vel fyrir sér hvernig hann ætli að synda í kringum landið. Og það er ekkert grín. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann eigi eftir að kafa dýpra ofan í málið. Jón Eggert í kaffi á Ísafirði.Mynd/Svava Dögg Engir Íslendingar á ferli Jón Eggert segist hafa hitt fjölmarga hjólreiðakappa á kílómetrunum 3200 sem að baki eru. Þeir hafi átt eitt sameiginlegt. Að vera ekki Íslendingar. „Það er fullt af fólki að hjóla, en engir Íslendingar. Ég mætti alveg fullt af liði, aðallega frá Mið-Evrópu. Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Sviss. Það er margt bakpokafólk á hjólum en engir Íslendingar.“ Hann segir ferðalagið að mörgu leyti svipað og 2006, nema það tók fimm sinnum styttri tíma. Vegirnir séu betri en náttúran alveg eins, alveg frábær. Hann hafi haft minni tíma nú til að fá sér kaffi með heimafólki en notið ferðalagsins engu að síður. Eins og 2006 var ferðalagið til styrktar Krabbameinsfélaginu en Jón Eggert segist þekkja fólk sem hefur glímt við meinið og jafnvel látið lífið af þess völdum. Hann hafi hugsað til þessa fólks á ferðalaginu. Þeir sem vilja heita á Jón Eggert er bent á að senda SMS-ið KRABB í símanúmerið 1900. Þá dragast 1900 krónur af reikningi viðkomandi. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson lét rasssæri og hnémeiðsli ekki stöðva sig í markmiði sínu að hjóla strandvegi Íslands undanfarnar tæpar fjórar vikur. Jón Eggert kom í mark í Hafnarfirði síðdegis í gær en þá voru 3200 kílómetrar að baki. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi landsins en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. Þá hafði kappinn á orði að fæturnir hefðu stækkað. Hjólreiðakappinn lagði af stað þann 1. júlí og reiknaði með því að vera þrjár og hálfa til fjórar vikur á leiðinni. Oft er talað um að fall geti reynst fararheill og má telja líklegt að Jón Eggert hafi heyrt orðtakið oftar en einu sinni undanfarnar vikur. Þannig var að ekið var í veg fyrir hann tíu dögum fyrir brottför en slapp með skrekkinn. „Ég var að hjóla í góðum meðvindi og í fíling, kominn á svona 30 kílómetra hraða við Eiðisgranda þegar bíll keyrir í veg fyrir mig. Ég næ ekkert að bremsa og hjóla bara á bílinn,“ segir Jón Eggert. Hann fékk flugferð yfir húddið, framrúðan á bílnum brotnaði en Jón Eggert slapp með rifbeinsbrot og marbletti hingað og þangað. Ljóst var að hjólið yrði ekki nothæft til komandi átaka. Jón Eggert fékk sér vel að borða á Höfn í Hornafirði.Mynd/Svava Dögg Stærðarinnar sár á rassinum „Ég fékk nýtt hjól úr tryggingunum og fór með nýja settið í bike-fit hjá Kría Cycle daginn áður en ég lagði í hann,“ segir Jón Eggert. Gera átti hjólið þannig að það hefði sem minnst áhrif á rifbeinsbrotið en svo fylgja nýjum hjólum vandamál. „Það tekur mig þrjá mánuði að venjast nýjum hnakki,“ segir Jón Eggert sem hefur hjólað undanfarin ár í Miami á Flórída þar sem hann er búsettur. „Að fara að hjóla á nýju hjóli þúsundir kílómetra er ávísun á rasssæri og vesen.“ Sú varð raunin. „Fyrst lenti ég í rassæri sem var ansi stórt. Það vantar næstum því aðra rasskinnina á mig,“ segir Jón Eggert. „Það græðir bara á næstum vikum,“ segir kappinn vongóður um að endurheimta rassskinnina. Hnémeiðsli tóku svo við af rasssærinu og rifbeinsmeiðsunum og segir hjólreiðamaðurinn að sársaukinn hafi bara flakkað á milli. En aldrei gafst hann upp. Jóni til halds og trausts á ferðalaginu var hjólreiðakonan Svava Dögg Guðmundsdóttir en hún keppti einmitt í einstaklingskeppni í WOW Cyclothon í sumar, ein kvenna. Hún þurfti þó að draga sig úr keppni við Mývatn sökum þreytu en þá var Jón einmitt henni til halds og trausts. Góðir vinir. „Þegar hún sagðist vera tilbúin að vera bílstjórinn minn á ferðalaginu þá sló ég til,“ segir Jón Eggert. Hugmyndin um að hjóla hafi komið upp þegar hann gekk strandveginn fyrir tíu árum en þá hafi verið ofarlega í huga hans hve miklu fljótari hann yrði að hjóla. Um fimm sinnum fljótari. Hann hjólaði nú um 125 kílómetra á dag en gekk um 25 kílómetra á dag fyrir nokkrum árum. Stund milli stríða nálægt Hólmavík.Mynd/Svava Dögg Nánast í áskrift að góðu veðri Veðurguðirnir hafa verið flestum landsmönnum hliðhollir undanfarnar vikur og tekur Jón Eggert undir það. Hann hafi lent í erfiðu veðri á Vestfjörðum allt þar til komið var í Hrútafjörð. Eftir það hafi veðrið verið gott. Þrátt fyrir gott veður og mikla útiveru notaði Jón enga sólarvörn. „Ég er vanur sólinni frá Miami og þarf ekki sólarvörn,“ segir hann hlæjandi. Hann flutti utan í ágúst 2008, korteri fyrir hrun, en hann starfar sem kerfisfræðingur. „Ég var farinn að finna á mér að það væri eitthvað skrýtið í gangi. Það var ástæðan fyrir því að ég fór.“ Næst á dagskrá er svo að velta vel fyrir sér hvernig hann ætli að synda í kringum landið. Og það er ekkert grín. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann eigi eftir að kafa dýpra ofan í málið. Jón Eggert í kaffi á Ísafirði.Mynd/Svava Dögg Engir Íslendingar á ferli Jón Eggert segist hafa hitt fjölmarga hjólreiðakappa á kílómetrunum 3200 sem að baki eru. Þeir hafi átt eitt sameiginlegt. Að vera ekki Íslendingar. „Það er fullt af fólki að hjóla, en engir Íslendingar. Ég mætti alveg fullt af liði, aðallega frá Mið-Evrópu. Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Sviss. Það er margt bakpokafólk á hjólum en engir Íslendingar.“ Hann segir ferðalagið að mörgu leyti svipað og 2006, nema það tók fimm sinnum styttri tíma. Vegirnir séu betri en náttúran alveg eins, alveg frábær. Hann hafi haft minni tíma nú til að fá sér kaffi með heimafólki en notið ferðalagsins engu að síður. Eins og 2006 var ferðalagið til styrktar Krabbameinsfélaginu en Jón Eggert segist þekkja fólk sem hefur glímt við meinið og jafnvel látið lífið af þess völdum. Hann hafi hugsað til þessa fólks á ferðalaginu. Þeir sem vilja heita á Jón Eggert er bent á að senda SMS-ið KRABB í símanúmerið 1900. Þá dragast 1900 krónur af reikningi viðkomandi.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent