Erlent

Pólitískir fangar í Súdan fá frelsi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Omar al-Bashir Súdansforseti.
Omar al-Bashir Súdansforseti. Vísir/Getty
Öllum pólitískum föngum í Súdan verður sleppt að skipan Omar al-Bashir forseta.

Samkvæmt ríkismiðlinum SUNA er ákvörðunin tekin eftir ákall stjórnmálaflokka og annarra samtaka um að föngunum verði sleppt til að taka þátt í lýðræðisferlinu.

Bashir hefur stýrt þessu fyrrverandi stærsta ríki Afríku allt frá 1989 eftir valdarán hersins og herskárra íslamista. Hann mun ekki bjóða sig fram árið 2020 og var sigurinn 2015, þegar hann fékk 94 prósent atkvæða, því hans síðasti.

Frá þeim kosningum hefur Bashir­ fundað reglulega með stjórnar­andstæðingum og uppreisnarmönnum til að stuðla að svokallaðri þjóðarsátt. Er markmiðið að hverfa frá áratugalöngum erjum og átökum mismunandi fylkinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×