Fótbolti

Sex íslenskar stelpur á skotskónum á móti Litháen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarliðið á móti Lithaén.
Byrjunarliðið á móti Lithaén. Fésbókin/KSÍ
Stelpurnar í íslenska sextán ára landsliðinu voru í miklu stuði í dag þegar liðið vann 9-0 sigur á Litháen í UEFA Development Tournament sem fer einmitt framð er í Gargzdai í Litháen.

Heimastúlkur átti engin svör við frískum íslenskum stelpum sem voru 2-0 yfir í hálfleik en skoruðu síðan fimm mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Það er Jörundur Áki Sveinsson sem þjálfar íslenska liðið.

Valskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þrennu í leiknum, FH-ingurinn Andrea Marý Sigurjónsdóttir  skoraði tvö mörk og þær Clara Sigurðardóttir, Birta Georgsdóttir, María Catharina Ólafsd. Gros og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir skoruðu allar eitt mark hver. Alls komust því sex íslenskir leikmenn á blað í leiknum. 

Þetta var annar leikur íslensku stelpnanna á mótinu en þær unnu áður 3-0 sigur á Eistandi. Jana Sól Valdimarsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var með eitt mark. Ólöf Sigríður er þar með kominn með fjögur mörk í tveimur leikjum á mótinu.

Ísland mætir Búlgaríu á föstudaginn í síðasta leik liðsins á mótinu, en sá leikur hefst klukkan 07:00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×