Erlent

Boðað til neyðarfundar hjá Sameinuðu þjóðunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á neyðarfund.
Yfirvöld í Rússlandi fóru fram á neyðarfund. Vísir/getty

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá Sameinuðu þjóðunum vegna loftárása vesturveldanna þriggja; Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á borgir í Sýrlandi í nótt. Fundurinn er að beiðni rússneskra yfirvalda og fer fram síðdegis. The Guardian segir frá þessu.

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði árásirnar bæta gráu ofan á svart og þá sakar hann ríkin þrjú um ofbeldi. 

Assad segist tvíelfdur
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að loftárásir vesturveldanna hafi orðið til þess að Sýrlendingar séu nú tvíelfdir í baráttu sinni gegn hryðjuverkum og þá sakaði hann Bandaríkin, Bretland og Frakkland um að vera bandamenn hryðjuverkamanna í Sýrlandi. Assad hringdi í morgun í Hassan Rouhani, forseta Írans. Rouhani fordæmdi árásirnar og sagðist styðja Assad.

Rannsókn á efnavopnaárásinni heldur áfram
Í tilkynningu frá Efnavopnastofuninni í Haag (OPCW) segir að rannsókn haldi áfram á meintum efnavopnaárásum Sýrlandsstjórnar þrátt fyrir loftárásir vesturveldanna.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.