„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 23:30 Myndin er tekin í bænum Douma í útjaðri Damaskus í dag. Þann 7. apríl síðastliðinn varð Douma fyrir eiturvopnaárás, sem vesturveldin svöruðu fyrir með loftárásum í nótt. Vísir/AFP Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna. Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna.
Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21