Framkvæmdarstjóri Amnesty segir glæpavæðingu fóstureyðinga ofbeldi Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2018 11:09 Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Vísir/AFP Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt. Argentína Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira
Ströng fóstureyðingarlög í Suður-Ameríku hefur leitt til óþarfa dauðsfalla þúsunda kvenna segir Salil Shetty, framkvæmdarstjóri Amnesty International. Hann hefur kallað eftir lagasetningu í kringum málefnið sem gerir aðgerðina löglega og aðgengilega og gagnrýnir stjórnvöld þeirra landa sem banna aðgerðina með öllu. Hann segir glæpavæðingu fóstureyðinga vera ofbeldi gegn konum sem dragi ekki úr fóstureyðingum, heldur geri þær aðeins hættusamari og leiði af sér dauðsföll. Einnig kennir hann öfgum gagnstæðra fylkinga í stjórnmálum, vantraust á lýðræðið og efnahagslegri hnignun um mannréttindakrísu á svæðinu, að því er segir í frétt The Guardian. „Suður-Ameríka þótti alltaf framar hvað varðar mannréttindi en Asía eða Afríka, en mikil afturför hefur átt sér stað á stuttum tíma“ sagði Shetty. Sex lönd álfunnar banna fóstureyðingar undir öllum kringumstæðum, á meðan níu leyfa aðgerðina aðeins ef líf konunnar er í hættu. Argentína hefur tekið sín lög til endurskoðunar, í landinu má einungis framkvæma aðgerðina ef andleg eða líkamleg heilsa konunnar er í hættu. Shetty benti á að rúmlega þrjú þúsund konur hafa látið lífið í Argentínu síðustu 25 ár vegna ólöglegra fóstureyðinga sem uppfylla ekki öryggiskröfur og telur hann að fjöldi ólöglegra aðgerða sé um hálf milljón á ári. „Á meðan umræðan á sér stað eru konur að deyja“ sagði Shetty. Shetty fundaði með Mauricio Macri, forseta Argentínu, um málið en forsetinn segist vera mótfallinn lagasetningu í kringum fóstureyðingar. Hann hefur þó leyft samflokksmönnum sínum í miðju-hægriflokknum PRO að kjósa eftir eigin sannfæringu þegar frumvarp sem leggur til að leyfa fóstureyðingar að 14. viku verður lagt fyrir þingið. Shetty sagði forsetann eiga taka skýra afstöðu með lagasetningu til að vernda heilsu og réttindi kvenna og að hlutleysi í málinu væri ekki boðlegt.
Argentína Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Sjá meira