Þegar 11 þúsund lífsýni úr nauðgunarmálum dúkka upp í vöruskemmu í Detroit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Árið 2009 uppgötvuðu fulltrúar saksóknaraembættisins í Wayne sýslu í Detroit um 11 þúsund sett hönnuð til að taka lífsýni úr fórnarlömbun nauðgana í yfirgefinni vöruskemmu. Öll sýnin voru innsigluð sem þýddi að á bak við hvert og eitt þeirra var fórnarlamb nauðgunar. Ef að lífsýnin eru innsigluð þýðir það að þau hafa aldrei verið opnuð og rannsökuð í tengslum við glæpina sem þau tengjast. Vöruskemman tilheyrði lögreglunni í Detroit, ekki formleg geymsla undir sönnunargögn, og kom embættismönnum saksóknaraembættisins í opna skjöldu. Robert Spada, fulltrúi embættisins, var einn þeirra sem með var í för þegar sýnin uppgötvuðust en samkvæmt vitnispurði hans voru settin út um allt eins og hráviði, opnir gluggar voru á vöruskemmunni og fuglar flugu um. Eftir að yfirvöld hófu að rannsaka lífsýnin var hægt að bera kennsl á fjölda gerenda og hægt hefði verið að koma í veg fyrir frekari glæpi.Mynd/skjáskotÍ kjölfarið var ljóstrað upp um fjölmörg sambærileg tilfelli í nærri öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem möguleg sönnunargögn í nauðgunarmálum söfnuðu ryki án þess að þau kæmu að notum í rannsókn viðkomandi máls. Alls hafa fundist um 225 þúsund innsigluð lífsýni víða um Bandaríkin og telja stjórnvöld að þau geta verið allt að 400 þúsund. Þetta er inntakið í heimildarmyndinni I am Evidence sem frumsýnd var í Bandaríkjunum í gær. Myndin undirstrikar það hversu neðarlega kynbundið ofbeldi hefur verið á forgangslista lögreglu- og saksóknaraembætta í Bandaríkjunum. Hún er þá enn einn vitnisburðurinn um það kerfislega misrétti sem ríkir gagnvart konum, sér í lagi svörtum konum af lægri stétt.Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur verið í forsvari í baráttunni fyrir því að lífsýnin verði rannsökuð.Mynd/skjáskotÍ kjölfar þessara uppljóstrana hefur fjöldi fólks barist fyrir því að þessi lífsýni verði tekin til rannsókna og málin sem þeim tengjast opnuð á nýjan leik. Mörg málanna jafnvel áratuga gömul. Kym Worthy, saksóknari í Wayne sýslu, hefur farið fyrir baráttunni í Detroit og er eitt andlita baráttunnar á landsvísu í Bandaríkjunum. Hún hefur náð þeim áfanga að láta rannsaka rúmlega 1600 lífsýni af þeim 11 þúsund sem fundust í Detroit. Afleiðing þess er að yfirvöld hafa getað borið kennsl á fjölda gerenda í áður óupplýstum málum. Þessi sömu lífssýni hafa þá komið upp í miðlægum gagnagrunnum og varpað ljósi á önnur óupplýst mál á landsvísu þar sem síbrotamenn hafa verið að verki. Í þeim tilfellum var það ekki óalgengt að gerandinn hélt áfram glæpum sínum eftir að lífssýni var tekið af fórnarlambi og sett í geymslu til að safna ryki.Heimildarmyndin I am Evidence er áhrifaríkur og átakamikill vitnisburður um kerfisbundið misrétti í Bandaríkjunum og enn ein áminningin um það hvernig samfélagið lítur undan í málum er varða kynbundið ofbeldi. Hún verður sýnd á Stöð 2 klukkan 22:20 í kvöld.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira