Innlent

Kennslanefnd verst frétta

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Líkamsleifarnar fundust undan Snæfellsnesi.
Líkamsleifarnar fundust undan Snæfellsnesi. vísir/vilhelm
Kennslanefnd bíður enn eftir niðurstöðum líf­sýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafsbotni um fimmtán til tuttugu sjómílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði.

Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, vill ekki tjá sig um ástæður þess að þrjú sýni voru send; fyrst eitt og tvö viku síðar.

„Það hagaði þannig til að við þurftum að senda þrjú sýni og getum ekki sagt neitt fyrr en niðurstaðan er komin.“

Aðspurður um hvort eingöngu hafi verið send sýni úr þeim líkamsleifum sem fundust en ekki önnur lífsýni segist Gylfi ekki getað tjáð sig um það, beðið sé eftir niðurstöðum og þegar þær liggi fyrir verði fyrst að sjá hvort hægt verður að bera kennsl á líkamsleifarnar.




Tengdar fréttir

Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein

Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×