Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 21:00 Það voru áhafnarmeðlimir á Fjölni GK sem fengu legg í veiðarfæri sín þar sem þeir voru við veiðar á Faxaflóa. mynd/jón steinar sæmundsson Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur.
Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent