Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 21:00 Það voru áhafnarmeðlimir á Fjölni GK sem fengu legg í veiðarfæri sín þar sem þeir voru við veiðar á Faxaflóa. mynd/jón steinar sæmundsson Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur.
Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55