Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 21:45 Kári Stefánsson er forstjóri íslenskrar. vísir/stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55