Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 21:45 Kári Stefánsson er forstjóri íslenskrar. vísir/stefán Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. Hann segir að sér finnist það svolítið spaugilegt og líka svolítið heimskulegt að senda lífsýni til Svíþjóðar í greiningu þegar þekkingin og getan til að gera slíkt hið sama sé til staðar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Greint var frá því í gær að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Um er að ræða annars vegar legg og hins vegar höfuðkúpu. DNA-sýni verða tekin úr beinunum þegar búið er að aldursgreina þau og verða sýnin svo send til Svíþjóðar í greiningu sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Kári ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann kveðst ekki þekkja til sænsku rannsóknarstofunnar í þessu tiltekna máli og segir að ef hann þekki ekki til rannsóknarstofu sem vinni við að greina DNA þá geti hún ekki talist mjög merkileg. „En ef við vildum nýta okkur þá möguleika sem eru til staðar í gögnum Íslenskrar erfðagreiningar, ef samfélagið féllist á að nýta slíkar upplýsingar þá gætum við jafnvel komist að því hvaða einstaklingi þessi leggur hefur tilheyrt. Það sem mér finnst spaugilegt við þetta er að þegar helstu vísindastofnanir Svía þurfa á aðstoð að halda við að raðgreina DNA eða ráða í erfðafræði þá leita þeir til okkar. Þegar lögreglan á Íslandi þarf aðstoð við erfðagreiningu þá leita þeir til Svía. Mér finnst það svolítið spaugilegt, mér finnst það svolítið heimóttarlegt og mér finnst það svolítið heimskulegt,“ segir Kári og bætir við að Íslensk erfðagreining hafi ekki hagsmuni af því að vinna þessa vinnu heldur myndi fyrirtækið gera þetta ókeypis. „Ef samfélagið fæli okkur það verkefni að vinna þetta, veitti okkur heimild til þess að nýta okkur þau gögn sem við erum með til þess að búa til skilning á því hver þessi einstaklingur var sem lærleggurinn tilheyrði, það gætum við gert betur en nokkur önnur stofnun í heiminum,“ segir Kári en hlusta má á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00 Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. 20. mars 2018 21:00
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent