Óábyrg í ljósi spádóma Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM „Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00