Fimm mörk í fyrri hálfleik á Emirates │ Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arsenal er í frábærri stöðu fyrir seinni leikinn í einvígi sínu við CSKA Moskvu í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Emirates vellinum.

Frakkinn Alexandre Lacazette byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í tvo mánuði og fagnaði því með tveimur mörkum á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Öll fimm mörk leiksins komu í fyrri hálfleiknum. Aaron Ramsey kom Arsenal yfir strax á 9. mínútu áður en Aleksandr Golovin jafnaði með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Lacazette skoraði þriðja mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Georgi Schennikov braut á Mesut Özil. Ramsey bætti við sínu öðru marki áður en Lacazette kom stöðunni í 4-1.

Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og þarf CSKA að vinna upp þriggja marka mun á heimavelli sínum í næstu viku.

Atletico Madrid átti ekki í erfiðleikum með Sporting Lisbon og vann 2-0 sigur í nokkuð bragðdaufum leik á Spáni.

Lazio vann 4-2 sigur á Salzburg og RB Leipzig sigraði Marseille með einu marki gegn engu á heimavelli sínum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira