Innlent

Týndi sonurinn í Sýrlandi og fjármálaáætlun í Víglínunni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Eva Hauksdóttir hefur ekki gefið upp alla von um að Haukur Hilmarsson sonur hennar kunni að vera á lífi en ekkert hefur spurts til hans í á annan mánuð þegar hann hvarf á átakasvæðum í Afrin héraði í Sýrlandi. Þar hafði hann barist með hersveitum Kúrda sem fullyrða að Haukur hafi fallið í bardaga við tyrkneska hermenn hinn 24. febrúar.  Eva mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða leitina að sannleikanum um hvarf Hauks og þá pólitísku hugsun sem dreif Hauk áfram.

Ríkisstjórnin lagði fram frármálaáætlun til fimm ára í vikunni. Þetta helsta stefnuskjal stjórnarinnar á eftir að hafa mikil áhrif á allt samfélagið þar sem línurnar eru lagðar um hvar verður fjárfest með tæplega 340 milljarða útgjaldaaukningu á komandi árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar mætir í Víglínuna ásamt Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Þorsteini Víglundssyni varaformanni Viðreisnar til að ræða efndir loforða um uppbyggingu innviða samfélagsins.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.