Fótbolti

Tap hjá Íslendingunum í Rostov

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov.
Sverrir Ingi í leik með Rostov. Vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson þurftu að sætta sig við eins marks tap gegn Lokomotiv í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sverrir og Ragnar spiluðu báðir allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rostov. Björn Bergmann Sigurðarson var hins vegar ekki í leikmannahóp Rostov í dag.

Jefferson Farfan skoraði sigurmarkið með laglegum skalla eftir fyrirgjöf inn í teiginn á 47. mínútu.

Lokomotiv er í með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar á meðan Rostov berst í neðri hlutanum, er með 27. stig í 13. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×