Erlent

Skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglu

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Dr. Bennet Omalu, réttarmeinafræðingur í málinu, segir að það hafi tekið Clark þrjár til tíu mínútur að blæða út.
Dr. Bennet Omalu, réttarmeinafræðingur í málinu, segir að það hafi tekið Clark þrjár til tíu mínútur að blæða út. Vísir/AFP
Niðurstaða krufningar hefur leitt í ljós að Stephon Clark hafi verið skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu. Clark var óvopnaður. BBC greinir frá.

Hinn 22 ára Stephon Clark var í garði ömmu sinnar þegar lögreglumenn sem voru að rannsaka innbrot í hverfinu komu að honum. Þeir hófu skothríð þegar þeir héldu að Clark væri vopnaður en síðar kom í ljós að hann var með síma í hendinni sem lögregla taldi vera byssu. Alls skutu lögreglumennirnir tuttugu sinnum  á hann.

Dr. Bennet Omalu, réttarmeinafræðingur í málinu, segir að það hafi tekið Clark þrjár til tíu mínútur að blæða út. Clark hlaut einnig skotsár á hálsi og mjöðm en ein kúlan gerði gat á lunga hans. 

Fjölskylda Stephon íhugar nú að kæra ríkið en þau segja það óskiljanlegt hvers vegna Clark hafi ekki fengið læknisaðstoð fyrr. Hundruðir mættu í jarðarför Clarks í gær og mótmæli brutust út víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×