Erlent

Fjöldamorðingi dæmdur til dauða í Kína

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Dauðadómurinn var kveðinn upp yfir honum í Baiyin í Kína í dag.
Dauðadómurinn var kveðinn upp yfir honum í Baiyin í Kína í dag. Vísir/AFP
Fjöldamorðinginn Gao Chengyong var í dag dæmdur til dauða fyrir morð á ellefu konum á árunum 1988 til 2002. BBC greinir frá. 

Gao elti konurnar heim til þeirra, rændi þær og nauðgaði áður en hann myrti þær. Þá segja lögregluyfirvöld að hann hafi oft skorið þær á háls og aflimað.

Hann var handtekinn árið 2016, fjórtán árum eftir síðasta morðið, í matvöruverslun sem hann rekur. Lögreglan komst á sporið þegar frændi Gao var handtekinn og tekið var úr honum lífsýni sem benti til þess að ættmenni hans hefði staðið á bakvið morðin.

Yngsta fórnarlamb Gao var átta ára en fyrsta morðið var framið í maí árið 1988. Þá fannst 23 ára gömul kona látin með 26 stungusár. Konurnar áttu það flestar sameiginlegt að vera ungar konur sem bjuggu einar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×