Trump óskaði Pútín til hamingju með kosningasigurinn Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2018 17:52 Trunp hefur ítrekað vikið sér undan því að gagnrýna Pútín eða Rússland. Í fyrra sagðist hann trúa Pútín þegar hann segði að Rússar hafi ekki reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa. Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með endurkjör sitt um helgina í símtali í dag. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa fyrir afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump segir að þeir Pútín ætli að hittast fljótlega. Þrátt fyrir að leiðtogar annarra vestrænna ríkja hafi verið meira eða minna þöglir um endurkjör Pútín segist Trump hafa óskað honum til hamingju í „mjög góðu“ símtali þeirra í dag. „Við hittumst líklega í ekki svo fjarlægri framtíð til að ræða vopnakapphlaupið sem er að fara úr böndunum,“ sagði Trump í dag, að því er segir í frétt New York Times. Þeir myndu jafnframt ræða spennu í Úkraínu, Sýrlandi og Norður-Kóreu. Blaðið tekur fram að Barack Obama, forveri Trump í embætti forseta, hafi óskað Pútín til hamingju með kosningasigur sinn í mars árið 2012 í símtali. Pútín hlaut 76% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Ásakanir hafa komið fram um kosningasvik, þar á meðal að starfsmenn kjörstjórnar hafi bætt atkvæðum í kjörkassa. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í dag að möguleg kosningasvik hafi ekki komið til tals í símtali Trump og Pútín.Stirð samskipti síðustu árin Veruleg spenna hefur einkennt samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland af ýmsum ástæðum undanfarin ár. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 samþykktu Evrópumenn og Bandaríkjamenn refsiaðgerðir gegn þeim. Þá hafa Rússar tekið sér stöðu með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í átökunum sem geisa þar í landi. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum til að hjálpa Trump og í fleiri kosningum á vesturlöndum. Þar við bætist að bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um að bera ábyrgð á taugaeitursárás á fyrrverandi rússneskan njósnara á Bretlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Hvíta húsið lagði refsiaðgerðir á Rússa í síðustu viku vegna afskiptanna af kosningunum árið 2016 og óvinveittra tölvuárása. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.
Tengdar fréttir Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16 „Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09 Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna 19. mars 2018 11:16
„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Utanríkisráðherra Bretlands tengir taugaeitursárásina í Salisbury beint við forseta Rússlands. 16. mars 2018 13:09
Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota Vladímír Pútín verður áfram forseti Rússlands. Þegar kjörtímabilinu lýkur mun hann hafa stýrt Rússlandi, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra, í 24 ár. Kosningar sunnudagsins þykja ekki án annmarka. 20. mars 2018 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna