Óvenjuleg undirtegund af inflúensu sem ekki var gert ráð fyrir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 22:28 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. VÍSIR/STEFÁN „Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
„Inflúensan í ár hefur verið frekar óvenjuleg miðað við undanfarin ár að því leytinu til að hún hefur dregist á langinn dálítið miðað við undanfarin ár,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Miðað við þær tölur sem við höfum þá hefur hún kannski ekki verið eins útbreidd og oft áður en margir hafa veikst frekar illa og þurft að leggjast inn. Það sem er líka óvenjulegt er það að þetta er óvenjuleg undirtegund af inflúensunni sem hefur verið að ganga núna, þessi svokallaða B-tegund sem er fremur óvenjulegt.“ Þórólfur segir að þessi B-tegund af inflúensu hafi einnig verið algengari í Evrópu og öðrum vestrænum ríkjum í ár. „Það svo sem kann enginn neinar almennilegar skýringar á því. Það sem er fremur óvenjulegt er það að nákvæmlega þessi tegund af B virðist ekki vera í bóluefninu sem var boðið upp á núna í ár.“ Bóluefnaframleiðendur fá tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í byrjun árs um hvaða tegundir eigi að vera í bóluefninu og segir Þórólfur að þá séu menn að giska á það hvaða tegundir muni ganga. „Oftast nær hittist rétt á, nokkuð vel, en núna hefur ekki hist vel á. Þetta eru svona spádómar sem stundum rætast og stundum ekki.“Það leita ekki allir til læknis Þórólfur segir að það séu ýmsar hræringar á markaðnum núna varðandi ný bóluefni sem innihalda fleiri tegundir. „Vonandi getum við nálgast slíkt en það þarf að skoða það betur.“ Erfitt er að vera með nákvæma tölfræði yfir inflúensutilfelli hér á landi þar sem það leita ekki allir til læknis vegna veikindanna og eru greindir þar. „Við höfum svona áætlað að þetta er svona svipað hlutfall á milli ára, hverjir fara til lækna. Við teljum að samanburður milli ára sé nokkuð áreiðanlegur. Við vitum náttúrulega ekki nákvæmlega hversu margir veikjast.“ Einnig eru aðrar veirutegundir í gangi sem geta valdið skæðum einkennum, sem að fólk misskilur og heldur að sé inflúensan. „Flestir sem veikjast eru heima og fara ekki til læknis.“ Þórólfur hvetur fólk sem liggur veikt heima núna til að taka því rólega og láta sér batna almennilega. Ef þetta er ekki farið að lagast eftir viku ætti það að leita til læknis. „Þá getur verið að eitthvað annað hafi fylgt í kjölfarið, annars konar sýkingar.“ Hann ráðleggur fólki sem er byrjað að finna flensueinkenni að reyna að forðast að umgangast einstaklinga sem eru veikir fyrir eða með undirliggjandi sjúkdóma, gamalt fólk og lítil börn. Inflúensan byrjar að vera smitandi daginn áður en fólk veikist. „Og svo gæta vel hreinlætis og þvo sér um hendur.“Viðtalið við Þórólf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42 Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41 Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur klofnaði í máli ítalska barónsins Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Sjá meira
Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. 8. janúar 2018 18:42
Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana 70.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensu kláruðust í haust. 11. janúar 2018 14:41
Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. 13. febrúar 2018 06:00