Mikið álag á Landspítala: Fólk hvatt til að leita fyrst á heilsugæslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. janúar 2018 18:42 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er lengri en vanalega. Vísir/Anton Brink Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23. Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira
Mikið álag er þessa dagana á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Óvenju mikill fjöldi sjúklinga hefur leitað til Landspítalans síðustu daga og inflúensutilvikum fer fjölgandi. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir að álagið megi að hluta til rekja til þess að nokkrar mismunandi pestar gangi nú manna á milli, meðal annars tveir stofnar inflúensu. „Þetta er mjög klassískur tími fyrir þessar pestir, í kjölfar mannamóta um jól. Það er stór hluti af þessu. Sömuleiðis er alveg rosalega hált og fólk er að detta á hausinn og brjóta sig og svona. Þannig það er ýmislegt sem verður til þess að stundum verður álagið mjög mikið hjá okkur,“ segir Anna Sigrún í samtali við Vísi.Lengri bið fyrir vægari tilvik Hún segir að umtalsvert fleiri hafi leitað á bráðamóttökuna síðustu daga en gengur og gerist. Yfirleitt leiti um 200 manns á bráðamóttökuna á sólarhring en nú sé fjöldinn í kringum 250. „Það gleymist stundum að muna eftir heilsugæslunni eða læknavaktinni. En við leggjum á sama tíma mikla áherslu á að þeir sem telja sig þurfa að koma á bráðamóttökuna geri það. Við byrjum alltaf á því að forskoða fólk og meta hvort það þurfi meðferð hjá okkur eða hvort hægt sé að vísa þeim á heilsugæsluna.“Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að sjúklingum sé forgangsraðað eftir því hve nauðsynlega fólk þarf á aðstoðað halda. Þegar álagið eykst líkt og nú má því gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða lengur eftir þjónustu eða að þeim verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að lokinni forskoðun. Bent er á að flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á síðdegismóttöku og að Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 23.
Tengdar fréttir Flughálka um allt land Byrjað er að hálkuverja götur á höfuðborgarsvæðinu. 8. janúar 2018 07:18 Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Sjá meira