Mál þunguðu konunnar hefur verið tilkynnt til lögreglu Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 14:14 Konan leitaði til bráðamóttöku eftir nálastungumeðferð. vísir/pjetur Landspítalinn tilkynnti mál þungaðrar konu til lögreglu, en konan var í lífshættu eftir nálastungumeðferð. Málið er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis, en ekkert eftirlit er með nálastungumeðferðum hér á landi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Eins og kom fram á Vísi í vikunni gekkst konan undir aðgerð vegna loftbrjósts eftir að hafa leitað til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur. „Embættið lítur það auðvitað alltaf mjög alvarlegum augum ef fólk er í lífshættu af áverkum eða líkamstjóni, sérstaklega ef það er vegna vankunnáttu eða gáleysis einhverra aðila sem taka að sér að meðhöndla það við heilsukvillum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir eftirlits og frávika hjá embætti Landlæknis í samtali við RÚV. Loftbrjóst á sér stað þegar gat kemur á lungað og það fellur saman og hindrar öndun samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Tilfelli konunnar var svo alvarlegt að hún var talin í bráðri lífshættu, en hún hafði farið í meðferðina í von um að minnka meðgönguógleði.Gagnsemi nálastungumeðferða umdeild Björn Geir segir að eftirlit þurfi að vera með þeim sem stundi nálastungur, en þær séu ekki hættulausar. Á vef landlæknis kemur fram að full ástæða sé til að vara við slíkum meðferðum á viðkvæmum einstaklingum, til dæmis þunguðum konum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um þetta mál kemur fram að gagnsemi slíkra meðferða sé umdeild. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Landspítalinn tilkynnti mál þungaðrar konu til lögreglu, en konan var í lífshættu eftir nálastungumeðferð. Málið er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis, en ekkert eftirlit er með nálastungumeðferðum hér á landi. Þetta kemur fram á vef RÚV. Eins og kom fram á Vísi í vikunni gekkst konan undir aðgerð vegna loftbrjósts eftir að hafa leitað til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur. „Embættið lítur það auðvitað alltaf mjög alvarlegum augum ef fólk er í lífshættu af áverkum eða líkamstjóni, sérstaklega ef það er vegna vankunnáttu eða gáleysis einhverra aðila sem taka að sér að meðhöndla það við heilsukvillum,“ segir Björn Geir Leifsson, yfirlæknir eftirlits og frávika hjá embætti Landlæknis í samtali við RÚV. Loftbrjóst á sér stað þegar gat kemur á lungað og það fellur saman og hindrar öndun samkvæmt upplýsingum á vef landlæknis. Tilfelli konunnar var svo alvarlegt að hún var talin í bráðri lífshættu, en hún hafði farið í meðferðina í von um að minnka meðgönguógleði.Gagnsemi nálastungumeðferða umdeild Björn Geir segir að eftirlit þurfi að vera með þeim sem stundi nálastungur, en þær séu ekki hættulausar. Á vef landlæknis kemur fram að full ástæða sé til að vara við slíkum meðferðum á viðkvæmum einstaklingum, til dæmis þunguðum konum. Í tilkynningu frá embætti landlæknis um þetta mál kemur fram að gagnsemi slíkra meðferða sé umdeild. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52