Erlent

Myrti þrjá og drap sjálfan sig

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekki er vitað hvað manninum gekk til.
Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Vísir/AFP
Karlmaður myrti þrjá starfsmenn á heimili fyrir uppgjafahermenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum í nótt. Svo virðist sem að maðurinn hafi framið sjálfsmorð en hann fannst látinn er lögregla braust inn á heimilið. BBC greinir frá.

Maðurinn fór inn á heimilið vopnaður riffli og tók þrjá starfsmenn heimilisins í gíslingu, allt konur. Lögreglumaður sem fyrstur var á vettvang skiptist á skotum við manninn og er honum þakkað fyrir að árásarmanninum hafi ekki tekist að verða fleiri að bana.

Lokaði maðurinn sig af með þrjá gísla og reyndi lögregla að ná sambandi við manninn klukkustundum saman án árangurs.

Þegar lögregla réðist loks til inngöngu voru gíslarnir þrír og árásarmaðurinn öll látin. Heimilið er í Yountville í Napa Valley. Er það eitt stærsta heimili fyrir uppgjafahermenn í Bandaríkjunum en þar búa um 1.100 fyrrverandi hermenn, sem sumir hverjir börðust í seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×