Erlent

Gos hafið í "James Bond“ eldfjallinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndir frá eldfjallinu.
Myndir frá eldfjallinu. Vísir/AFP

Yfirvöld í Japan hafa varað almenning við möguleikanum á grjótkasti úr eldfjallinu Shinmoedake á Kyushu-eyju. Eldgos hófst í vikunni. BBC greinir frá.

Eldfjallið hafði látið sér nægja að spúa ösku yfir nærliggjandi byggð en í nótt kvað við annan tón og mátti sjá eldtungurnar koma frá fjallinu.

Yfirvöld segja að eldfjallið geti kastað frá sér grjóti í fjögurra kílómetra radíus frá fjallinu. Jarðfræðingar vara einnig við því að eldgosið geti varað í nokkra mánuði.

Fjallið var notað í James Bond myndinin You Only Live Twice sem kom út árið 1967 og skartaði Sean Connery í aðalhlutverki. Myndir af eldfjallinu voru notaðar til þess að sýna leynilegan felustað óvins Connery í myndinni.

Eldfjallið gaus síðast árið 2011 og þurftu hundruð íbúa í nágrenni eldfjallsins að yfirgefa heimili sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.