Fótbolti

Tapaði óvænt á móti Íslandi í október og var rekin í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steffi Jones.
Steffi Jones. Vísir/Getty

Þýska knattspyrnusambandið rak í dag þjálfara þýska kvennalandsliðsins en Steffi Jones fékk aðeins tæp tvö ár í starfinu. Tap á móti Íslandi átti þátt í endalokum hennar.  

Brottrekstur Steffi Jones kemur aðeins sex sögum eftir SheBelieves æfingamótið í Bandaríkjunum þar sem þýska liðið vann ekki leik og olli miklum vonbrigðum. Liðið tapaði 1-0 á móti bandaríska liðinu og 3-0 á móti því franska en gerði síðan 2-2 jafntefli við England.  

Áður hafði þýska liðið dottið út fyrir Dönum í átta liða úrslitum Evrópumótsins síðasta sumar eftir að hafa unnið sex Evrópumót þar á undan.

Eitt af stærstu áföllunum var þó örugglega 3-2 tap liðsins á heimavelli á móti íslenska landsliðinu í október. Þýska liðið hafði fyrir leikinn unnið 37 heimaleiki í röð í undankeppni HM eða EM og þetta var fyrsta tap liðsins í undankeppni stórmóts í tuttugu ár.Hrost Hrubesch tekur við þýska landsliðinu tímabundið en framundan er barátta við Ísland og Tékkland um fyrsta sætið í riðlinum og þar með sæti á HM í Frakklandi 2019.

Næstu leikir þýska landsliðsins í undankeppninni eru á móti Tékklandi og Slóveníu í apríl en íslenska landsliðið mætir Slóveníu og Færeyjum í sama landsleikjahléi.

Steffi Jones tók við þýska landsliðinu af Silviu Neid eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016 þar sem að þýska landsliðið vann gull. Þýsku stelpurnar unnu alls fern gullverðlaun á ellefu árum undir stjórn Silviu Neid.Þýska liðið lék 22 leiki undir stjórn Steffi Jones, vann þrettán þeirra og tapaði fimm. Liðið var með 59,1 prósent árangur undir stjórn hennar en 73,9 prósent árangur undir stjórn Silviu Neid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.