Fótbolti

Framtíð Neymar er hjá PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leiknum sem hann meiddist.
Neymar í leiknum sem hann meiddist. vísir/getty

Brasilíski snillingurinn, Neymar, verður áfram í herbúðum Paris Saint-Germain ef marka má fréttir Sky Sports í gærkvöldi þar sem rætt er við faðir Brassans.

„Framtíð Neymar er hjá PSG,” sagði faðir kappans eftir að Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ferðaðist til Brasilíu til þess að funda með þeim feðgum.

„Ég var mjög ánægður með að sjá hann og ég er viss um að hann komi bráðum á æfingum,” sagði forsetinn, en Neymar hefur verið þrálátlega orðaður burt frá PSG undanfarnar vikur.

Real Madrid hefur sterklega verið orðað við Neymar, en sögusagnir sögðu hann ósáttann í Frakklandi og að hann vildi komast í öflugara lið.

Brassinn meiddist í lok febrúar og verður frá í nokkrar vikur í viðbót, en PSG datt út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.