Tryggja hagstæð langtímalán til bænda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2018 08:45 Stefnt er að því að lána bændum fyrir nýjum fjósum. Vísir/GVA Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Auðvelda á aðgengi að hagstæðum langtímalánum til bænda samkvæmt drögum að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 til 2024. Markmiðið með hagstæðum langtímalánum til bænda er samkvæmt greinargerð með áætluninni að stuðla að nýliðun, nýsköpun og nýfjárfestingum í landbúnaði um land allt. Þetta er í samræmi við áherslur stjórnarsáttmálans um aukna nýsköpun til að styrkja grundvöll sjálfbærs landbúnaðar en augljóslega eru þessar aðgerðir einnig hugsaðar sem hjálp, til dæmis til ungra sauðfjárbænda sem standa höllustum fæti vegna tekjumissis,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Í greinargerð með áætluninni er meðal annars vísað til dýravelferðar og markmiða þar að lútandi, til að mynda um að öll fjós landsins verði lausagöngufjós fyrir lok árs 2034. Talið er að byggja þurfi allt að 400 ný fjós eða endurbæta eldri fjós til að ná markmiðinu á tilsettum tíma. Í greinargerðinni kemur einnig fram að mikil aukning hafi orðið á lánum Byggðastofnunar til landbúnaðar, allt bendi til að sú þróun haldi áfram og að gera þurfi stofnuninni kleift að svara þörfinni. Þá er einnig vísað til aldurs bændastéttarinnar, að hún sé farin að eldast og þörf sé á endurnýjun.„Hagræðing í landbúnaði er eins og í annarri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin verða stærri og þar af leiðandi færri,“ segir Sigurður Ingi og lætur þess getið að sauðfjárbændum hafi fækkað úr tæplega 2.000 og niður í 600 á undanförnum áratugum. „Þessi þróun heldur auðvitað að einhverju leyti áfram en það er ekkert markmið í sjálfu sér að fækka bændum,“ segir Sigurður aðspurður um nauðsyn þess að viðhalda fjölda bænda. Í áætluninni er miðað við að lánin verði veitt af Byggðastofnun og árangur af verkefninu verði meðal annars mældur í fjölda lána og upphæð lánveitinga. Sigurður segir hugsunina meðal annars þá að þar sem menn fái ekki sambærileg kjör og gengur og gerist vegna þess að bankar líti á viðkomandi svæði sem köld svæði, þá komi stofnun eins og Byggðastofnun inn á þann markað í staðinn. Drög að byggðaáætluninni eru nú í kynningu í samráðsgátt á vef Stjórnarráðsins og hægt er að senda inn umsagnir um hana til 21. mars næstkomandi. Sigurður segir að þessi nýja áætlun hafi verið unnin í mun meira samráði og samstarfi en áður hefur tíðkast. Helstu markmið hennar eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun um allt land.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira