Svona lítur HM-búningur Íslands út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 15:30 Íslenski landsliðsbúningurinn. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Sjá meira
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45