Fótbolti

„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson.
Guðni Bergsson, Guðni Th. Jóhannesson og Þorvaldur Ólafsson. Vísir/Rakel Ósk

Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag.

Búningur íslenska fótboltalandsliðsins er hannaður með þarfir og óskir leikmanna að leiðarljósi. Errea og KSÍ hafa lengi verið í samstarfi og ítalska fyrirtækið hefur verið einn helsti stuðningsaðili KSÍ í mörg ár eða allt frá árinu 2002.

„Þetta er stund sem margir hafa beðið eftir, enda búningur, eða treyja sem meirihluti þjóðarinnar mun líklega klæðast í sumar. Við erum gríðarlega sátt við útkomuna, enda var tekið tillit til allra okkar þarfa við hönnun treyjunnar og hún er flott,“​ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.  

Ís, vatn eldur og hverir. Errea

Grunnhugmyndin á bakvið hönnunina er vísun í einkenni  landsins, eldinn, ísinn, hraunið og vatnið. Hönnunin var í höndum hins margreynda Filippo Affani, en hann hefur mikla reynslu þegar kemur að útliti og efnisvali íþróttafatnaðar. Affani er líka mikill Íslandsvinur. 

„Við erum gríðarlega stolt í dag þegar við afhendum fyrstu treyjurnar. Það er ekki einfalt að hanna og framleiða keppnistreyju landsliðs þar sem taka þarf tillit til óska og þarfa þeirra sem verða í henni.  Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni og áræðnina þrátt fyrir smæð,“ sagði Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi í fréttatilkynningu KSÍ.
 
„Eftir EM ævintýrið árið 2016 erum við hjá Errea reynslunni ríkari og munum leggja okkur fram um að svara eftirspurn þjóðarinnar og tökum þannig þátt og styðjum strákana,“ sagði Þorvaldur en hér fyrir neðan má sjá erindi hans á blaðamannafundinum í Laugardal fyrr í dag.


Tengdar fréttir

Svona lítur HM-búningur Íslands út

Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum.

HM-búningur Íslands fer í sölu í dag

Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.